Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-26 | Fram skellti Aftureldingu Gabríel Sighvatsson í Framhúsinu í Safamýri skrifar 25. nóvember 2018 19:30 vísir/daníel Fram og Afturelding mættust í Framhúsi í kvöld. 10. umferðin hófst í dag og var þetta annar leikur dagsins. Akureyri hafði sigur gegn FH í fyrsta leik og því þurfti Fram á stigum að halda. Úr varð hörkuleikur og mátti ekki sjá að annað liðið væri í toppbaráttu en hitt í botnbaráttu. Í upphafi leiks var ekki hægt að skilja á milli liðanna en undir lok fyrri hálfleiks, sigldi Fram aðeins fram úr og voru yfir á hálfleik. Í seinni hálfleik þurftu gestirnir frá Mosfellsbæ að stíga upp og beið maður eftir því allan leikinn. Framarar héldu sínu striki og voru yfir það sem eftir lifði leiks. Afturelding átti ágætis kafla en Framarar svöruðu alltaf í sömu mynt. Á endanum kláruðu þeir dæmið, lokastaðan 30-26.Af hverju vann Fram? Vörn og markvarsla. Eins og tal þjálfara einkenndist af eftir leik þá vantaði vörn og markvörslu í annað liðið en ekki hjá hinu. Viktor Gísli Hallgrímsson, markmaður Fram varði 14 skot í leiknum og þegar hann varð kaldur undir lok leiks steig Lárus Helgi Ólafsson í rammann, nýstiginn upp úr meiðslum og skilaði sínu starfi prýðilega.Hvað gekk illa? Aftur, vörn og markvarsla. Afturelding þurfti að ná stoppum í leiknum en tókst það ekki. 7 varin skot samtals og fá ef nokkur í fyrri hálfleik er ekki nógu gott. Vörnin þurfti auðvitað að hjálpa til en sókn Fram fann glufurnar. Það vantaði aðeins upp á hjá gestunum í dag, því þeir voru engu að síður inni í leiknum frá fyrstu til seinustu mínútu.Hverjir stóðu upp úr? Eins og hefur verið komið inn á þá átti Viktor Gísli Hallgrímsson 14 varin skot og var frábær á milli stanganna. Andri Þór, Aron Gauti og Þorsteinn Gauti skiptu með sér markaskoruninni en hjá Aftureldingu var Júlíus Þórir drjúgur en klikkaði of oft á góðum færum. 8 mark samtals hjá honum en Birkir Benediktsson var næstur með 5.Hvað gerist næst? Afturelding hefur nú tapað tveimur í röð og er farið að heltast úr lestinni þegar kemur að toppnum. Þeir þurfa sigur í næsta leik þegar þeir fá Gróttu í heimsókn. Framarar fóru upp í 8. sæti með 7 stig. Þeir áttu góðan leik í dag en þurfa að halda dampi og bíður þeirra erfitt verkefni gegn Íslandsmeisturunum í Vestmannaeyjum en þeir sitja óvænt fyrir neðan Fram í 10. sæti en spila leik á morgun. Einar Andri: Fórum illa með nokkrar góðar stöður „Ég er virkilega svekktur að tapa. Við spiluðum ekki nægilega vel í dag, sérstaklega var varnarleikurinn og markvarslan ekki nægilega sterkur þannig að þetta var erfitt.“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur með tapið. „Við eigum að vera inni í öllum leikjum og eigum að spila betur en í dag. Ég veit ekki hvort þetta sé mikil framför frá síðasta leik. Við náðum ekki að spila góða vörn og markvarslan bregst að einhverju leyti, þannig að það var erfitt.“ Gestirnir voru vel inni í leiknum en það vantaði vörn og markvörslu að sögn Einars Andra. Þá átti sóknin í erfiðleikum með Viktor Gísla, markmann Fram. „Við fórum illa með nokkrar góðar stöður en Framarar voru bara betri í dag og áttu sigurinn skilið.“ „Mér fannst ekkert mikill hiti í þessu ef ég á að segja alveg eins og er, þetta var bara ósköp venjulegur leikur fyrir mig.“ Guðmundur: Himinlifandi „Ég er himinlifandi, mjög flott. Eins og ég sagði eftir síðasta leik, það er stígandi í mínu liði og við erum að uppskera, allir áttu góðan leik í dag. Fín markvarsla, fín vörn, þá fáum við tvö stig,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. Þetta var hörkuleikur í kvöld og hvorugt liðið gaf tommu eftir. „Ég var ekkert rólegur fyrr en mínúta var eftir. Þetta var aldrei búið fyrr en það var flautað af. Þeir eru með hörku mannskap eins og þeir hafa sýnt og við ætluðum að skilja allt eftir á gólfinu í dag sem mínir menn gerðu. Þeir svöruðu kallinu og fá tvö stig.“ Aðspurður hver væri lykillinn að sigri í kvöld var svarið einfalt. „Vörn og markvarsla, tvímælalaust. Við fengum bæði í dag og þá vinnum við.“ Það var hart barist og mikill hiti í leiknum en þannig vilja menn hafa þetta. „Miklar tilfinningar og þetta var æðislega gaman. Það þurfti aðeins að róa liðin en svona á þetta að vera. Þegar allir eru á tánum þá er alveg sama hverjum maður skiptir inn á eða út af, það mæta allir ferskir.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna
Fram og Afturelding mættust í Framhúsi í kvöld. 10. umferðin hófst í dag og var þetta annar leikur dagsins. Akureyri hafði sigur gegn FH í fyrsta leik og því þurfti Fram á stigum að halda. Úr varð hörkuleikur og mátti ekki sjá að annað liðið væri í toppbaráttu en hitt í botnbaráttu. Í upphafi leiks var ekki hægt að skilja á milli liðanna en undir lok fyrri hálfleiks, sigldi Fram aðeins fram úr og voru yfir á hálfleik. Í seinni hálfleik þurftu gestirnir frá Mosfellsbæ að stíga upp og beið maður eftir því allan leikinn. Framarar héldu sínu striki og voru yfir það sem eftir lifði leiks. Afturelding átti ágætis kafla en Framarar svöruðu alltaf í sömu mynt. Á endanum kláruðu þeir dæmið, lokastaðan 30-26.Af hverju vann Fram? Vörn og markvarsla. Eins og tal þjálfara einkenndist af eftir leik þá vantaði vörn og markvörslu í annað liðið en ekki hjá hinu. Viktor Gísli Hallgrímsson, markmaður Fram varði 14 skot í leiknum og þegar hann varð kaldur undir lok leiks steig Lárus Helgi Ólafsson í rammann, nýstiginn upp úr meiðslum og skilaði sínu starfi prýðilega.Hvað gekk illa? Aftur, vörn og markvarsla. Afturelding þurfti að ná stoppum í leiknum en tókst það ekki. 7 varin skot samtals og fá ef nokkur í fyrri hálfleik er ekki nógu gott. Vörnin þurfti auðvitað að hjálpa til en sókn Fram fann glufurnar. Það vantaði aðeins upp á hjá gestunum í dag, því þeir voru engu að síður inni í leiknum frá fyrstu til seinustu mínútu.Hverjir stóðu upp úr? Eins og hefur verið komið inn á þá átti Viktor Gísli Hallgrímsson 14 varin skot og var frábær á milli stanganna. Andri Þór, Aron Gauti og Þorsteinn Gauti skiptu með sér markaskoruninni en hjá Aftureldingu var Júlíus Þórir drjúgur en klikkaði of oft á góðum færum. 8 mark samtals hjá honum en Birkir Benediktsson var næstur með 5.Hvað gerist næst? Afturelding hefur nú tapað tveimur í röð og er farið að heltast úr lestinni þegar kemur að toppnum. Þeir þurfa sigur í næsta leik þegar þeir fá Gróttu í heimsókn. Framarar fóru upp í 8. sæti með 7 stig. Þeir áttu góðan leik í dag en þurfa að halda dampi og bíður þeirra erfitt verkefni gegn Íslandsmeisturunum í Vestmannaeyjum en þeir sitja óvænt fyrir neðan Fram í 10. sæti en spila leik á morgun. Einar Andri: Fórum illa með nokkrar góðar stöður „Ég er virkilega svekktur að tapa. Við spiluðum ekki nægilega vel í dag, sérstaklega var varnarleikurinn og markvarslan ekki nægilega sterkur þannig að þetta var erfitt.“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur með tapið. „Við eigum að vera inni í öllum leikjum og eigum að spila betur en í dag. Ég veit ekki hvort þetta sé mikil framför frá síðasta leik. Við náðum ekki að spila góða vörn og markvarslan bregst að einhverju leyti, þannig að það var erfitt.“ Gestirnir voru vel inni í leiknum en það vantaði vörn og markvörslu að sögn Einars Andra. Þá átti sóknin í erfiðleikum með Viktor Gísla, markmann Fram. „Við fórum illa með nokkrar góðar stöður en Framarar voru bara betri í dag og áttu sigurinn skilið.“ „Mér fannst ekkert mikill hiti í þessu ef ég á að segja alveg eins og er, þetta var bara ósköp venjulegur leikur fyrir mig.“ Guðmundur: Himinlifandi „Ég er himinlifandi, mjög flott. Eins og ég sagði eftir síðasta leik, það er stígandi í mínu liði og við erum að uppskera, allir áttu góðan leik í dag. Fín markvarsla, fín vörn, þá fáum við tvö stig,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. Þetta var hörkuleikur í kvöld og hvorugt liðið gaf tommu eftir. „Ég var ekkert rólegur fyrr en mínúta var eftir. Þetta var aldrei búið fyrr en það var flautað af. Þeir eru með hörku mannskap eins og þeir hafa sýnt og við ætluðum að skilja allt eftir á gólfinu í dag sem mínir menn gerðu. Þeir svöruðu kallinu og fá tvö stig.“ Aðspurður hver væri lykillinn að sigri í kvöld var svarið einfalt. „Vörn og markvarsla, tvímælalaust. Við fengum bæði í dag og þá vinnum við.“ Það var hart barist og mikill hiti í leiknum en þannig vilja menn hafa þetta. „Miklar tilfinningar og þetta var æðislega gaman. Það þurfti aðeins að róa liðin en svona á þetta að vera. Þegar allir eru á tánum þá er alveg sama hverjum maður skiptir inn á eða út af, það mæta allir ferskir.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti