Kostnaður við nýja vitann stefnir fram úr áætlun og borgin viðurkennir mistök Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 12:30 Frá framkvæmdasvæði Vitans sem mun standa við Sæbraut. Vísir/Vilhelm Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira