Innlent

Mikill vatnsleki í Fossvogsskóla

Gissur Sigurðsson skrifar
Um klukkustund tók að dæla vatninu út. Myndin er úr safni.
Um klukkustund tók að dæla vatninu út. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað á Fossvogsskóla um klukkan ellefu í gærkvöldi eftir að í ljós kom að mikið vatn var komið í lagnakjallara í húsinu.



Tók um klukkustund að dæla vatninu út, en hvergi fannst rofin vatnsleiðsla, sem gæti skýrt þetta. Því er talið að þetta hafi verið grunnvatn, sem hafi borist þarna inn eftir vatnsveðrið mikla um síðustu helgi.



Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af þessu, en kennsla verður með venjulegum hætti í skólanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×