Kubica keppir fyrir Williams á næsta ári Bragi Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 06:00 Robert Kubica er á leið aftur í Formúlu 1. vísir/getty Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti