Innlent

Þrír handteknir vegna tveggja kílóa af kannabis frá Kanada

Samúel Karl Ólason skrifar
Mönnunum þremur var sleppt úr haldi eftir skýrslutökur og segir lögreglan málið að mestu upplýst.
Mönnunum þremur var sleppt úr haldi eftir skýrslutökur og segir lögreglan málið að mestu upplýst. Vísir/Vilhelm
Tollyfirvöld í Kanada uppgötvuðu á dögunum rúm tvö kíló af kannabisefnum sem flytja átti til Íslands. Í kjölfar rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa tvær húsleitir verið framkvæmdar hér á landi. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni fannst nokkuð magn matamfetamíns og hafa þrír karlmenn á þrítugsaldri verið handteknir.

Þeim var þó sleppt úr haldi eftir skýrslutökur og segir lögreglan málið að mestu upplýst.

Þetta er önnur sendingin af kannabisefnum frá Kanada sem lögreglan hefur komist á snoðir um á árinu. Í fyrri sendingunni var hald lagt á rúm þrettán kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×