Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni." Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni."
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47