Rússar ósáttir við afskipti af kosningum í Interpol Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:30 Kim Jong-yang, nýkjörinn forseti Interpol. Nordicphotos/AFP Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56