Þingið slær met í stundvísi með fjárlög Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlögum í september síðastliðnum en 2. umræðu um þau lauk í gærkvöldi. vísir/vilhelm Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira