Kjaragæsin og kaupmáttareggin Ísak Einar Rúnarsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ísak Rúnarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun