Sagði jóladraslinu stríð á hendur og hvetur til umhverfisvænni jólagjafa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 18:45 Sigga Dögg er einn þekktasti kynfræðingur landsins. Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan. Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan.
Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22