Dæmi um nauðungarhjónabönd á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 20:00 Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira