Dæmi um nauðungarhjónabönd á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 20:00 Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent