Mörg veðmál í gangi í einvígi Tigers og Mickelson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2018 09:30 Þetta einvígi verður mjög áhugavert. vísir/getty Einstakur golfviðburður fer fram á föstudag er Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi í Las Vegas. Miklar fjárhæðir eru undir og kylfingarnir leggja líka sjálfir undir. Sigurvegari einvígisins fær litlar 9 milljónir dollara eða 1,1 milljarð króna. Svo ætla þeir að veðja sín á milli allan hringinn til þess að gera hlutina áhugaverðari. Mickelson lagði strax 100 þúsund dollara undir á að hann myndi fá fugl á fyrstu holu. Tiger var fljótur að tvöfalda þá upphæð. Þessi „minni“ veðmál koma úr þeirra eigin vasa og ágóðinn mun renna til góðgerðarmála. Báðir kylfingar verða með hljóðnema og áhorfendur munu því fá góða innsýn inn í samskipti þeirra sem og samskiptin við kylfusveinana. „Vonandi mun fólk kunna að meta þetta. Þetta er smá sýnishorn inn í framtíð íþróttanna. Áhorfendur fá að heyra allar kyndingarnar,“ sagði Mickelson. Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og einnig er hægt að kaupa sér aðgang að viðburðinum í gegnum myndlykilinn. Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Einstakur golfviðburður fer fram á föstudag er Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi í Las Vegas. Miklar fjárhæðir eru undir og kylfingarnir leggja líka sjálfir undir. Sigurvegari einvígisins fær litlar 9 milljónir dollara eða 1,1 milljarð króna. Svo ætla þeir að veðja sín á milli allan hringinn til þess að gera hlutina áhugaverðari. Mickelson lagði strax 100 þúsund dollara undir á að hann myndi fá fugl á fyrstu holu. Tiger var fljótur að tvöfalda þá upphæð. Þessi „minni“ veðmál koma úr þeirra eigin vasa og ágóðinn mun renna til góðgerðarmála. Báðir kylfingar verða með hljóðnema og áhorfendur munu því fá góða innsýn inn í samskipti þeirra sem og samskiptin við kylfusveinana. „Vonandi mun fólk kunna að meta þetta. Þetta er smá sýnishorn inn í framtíð íþróttanna. Áhorfendur fá að heyra allar kyndingarnar,“ sagði Mickelson. Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og einnig er hægt að kaupa sér aðgang að viðburðinum í gegnum myndlykilinn.
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira