Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 18:26 Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. Vísir/Vilhelm Í hádeginu í dag mældist svifryk á Akureyri tæplega 230 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina en suðlægar áttir og hlýindi einkenndu veðrið fyrir norðan og austan um helgina en þegar mest var fór hitinn upp í 17 gráður. Mbl greindi fyrst frá þessu. „Þetta er í raun og veru þannig að þegar koma svona góðviðrisdagar og göturnar ná að þorna og verða alveg þurrar þá fer rykið að þyrlast upp vegna umferðar svo um leið og snjóar eða rignir þá dettur þetta niður aftur,“ segir Alfreð Schiöth sviðsstjóri mengunarvarna hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra í samtali við fréttastofu. „Þetta [svifrykið] ríkur upp og niður dálítið skarpt en þetta eru að verða of margir dagar og of háir toppar,“ segir Alfreð um ástand loftgæða fyrir norðan.Loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar.USTÁ morgun stendur til að gefa út formlega viðvörun vegna skertra loftgæða. Þeim sem veikir eru fyrir; eru með ofnæmi eða hjarta-og lungnasjúkdóma, er eindregið ráðlagt að halda sig frá þyngri umferðargötunum Akureyrar. Þá mælist hann til þess að Akureyringar fylgist vel með loftgæðamælingum Umhverfisstofnunar.Alfreð segir að allt sé autt og þurrt fyrir norðan og í raun eins og sumardagur. „Bakhliðin á þessu er að núna liggur allur sandurinn á götunum sem notaður var í hálkunni hérna um daginn og þyrlast upp og fer illa í þá sem eru veikir fyrir og gæti jafnvel spillt fyrir þeim sem eru hraustir.“ Á morgun blæs Akureyrarbær til vinnufundar ásamt sérfræðingi frá Umhverfisstofnun vegna málsins því mikilvægt sé að bregðast við hratt og ákveðið til lágmarka mengunina. „Bærinn er núna að þrífa götur og skoða hvað hann getur gert. Það er hugsanlegt að nota rykbindiefni til að hjálpa á svona dögum þannig að það þyrlist ekki upp. Þetta snýst um það að lágmarka ryk á götunum með því að þrífa þær og lágmarka notkun á sandi og eftir atvikum nota rykbindiefni. Um leið og snjóar eða rignir þá losna menn undan þessari áþján í bili.“En eru Akureyringarnir ekki bara of duglegir að nota einkabílinn?„Jájá, ég veit það ekki svosem. Það eru náttúrulega styttri vegalengdir hérna heldur en í Reykjavík þannig að væntanlega eru menn að eyða minni tíma í bíl en menn fara mikið á bíl,“ segir Alfreð sem bætir við það sé ókeypis í almenningssamgöngur á Akureyri og að bæjarbúar séu duglegir við að nota Strætó. Það sé þó alveg rétt að of margir noti einkabílinn við þau tækifæri sem vel væri hægt að ganga eða hjóla. Alfreð segir að hálkuvarnir séu ákveðið vandamál því sandur er mikið notaður í frosti og hálku. Alfreð segir að það sé hluti af stefnumótun Akureyrarbæjar að draga úr sandnotkun. Hann telur þó ástæðu til að hraða ferlinu. „Hann [sandurinn] molnar á götunum og pússar þær og býr til ennþá meira ryk og svo þyrlast hann bara upp.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. 29. október 2018 19:20 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Í hádeginu í dag mældist svifryk á Akureyri tæplega 230 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina en suðlægar áttir og hlýindi einkenndu veðrið fyrir norðan og austan um helgina en þegar mest var fór hitinn upp í 17 gráður. Mbl greindi fyrst frá þessu. „Þetta er í raun og veru þannig að þegar koma svona góðviðrisdagar og göturnar ná að þorna og verða alveg þurrar þá fer rykið að þyrlast upp vegna umferðar svo um leið og snjóar eða rignir þá dettur þetta niður aftur,“ segir Alfreð Schiöth sviðsstjóri mengunarvarna hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra í samtali við fréttastofu. „Þetta [svifrykið] ríkur upp og niður dálítið skarpt en þetta eru að verða of margir dagar og of háir toppar,“ segir Alfreð um ástand loftgæða fyrir norðan.Loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar.USTÁ morgun stendur til að gefa út formlega viðvörun vegna skertra loftgæða. Þeim sem veikir eru fyrir; eru með ofnæmi eða hjarta-og lungnasjúkdóma, er eindregið ráðlagt að halda sig frá þyngri umferðargötunum Akureyrar. Þá mælist hann til þess að Akureyringar fylgist vel með loftgæðamælingum Umhverfisstofnunar.Alfreð segir að allt sé autt og þurrt fyrir norðan og í raun eins og sumardagur. „Bakhliðin á þessu er að núna liggur allur sandurinn á götunum sem notaður var í hálkunni hérna um daginn og þyrlast upp og fer illa í þá sem eru veikir fyrir og gæti jafnvel spillt fyrir þeim sem eru hraustir.“ Á morgun blæs Akureyrarbær til vinnufundar ásamt sérfræðingi frá Umhverfisstofnun vegna málsins því mikilvægt sé að bregðast við hratt og ákveðið til lágmarka mengunina. „Bærinn er núna að þrífa götur og skoða hvað hann getur gert. Það er hugsanlegt að nota rykbindiefni til að hjálpa á svona dögum þannig að það þyrlist ekki upp. Þetta snýst um það að lágmarka ryk á götunum með því að þrífa þær og lágmarka notkun á sandi og eftir atvikum nota rykbindiefni. Um leið og snjóar eða rignir þá losna menn undan þessari áþján í bili.“En eru Akureyringarnir ekki bara of duglegir að nota einkabílinn?„Jájá, ég veit það ekki svosem. Það eru náttúrulega styttri vegalengdir hérna heldur en í Reykjavík þannig að væntanlega eru menn að eyða minni tíma í bíl en menn fara mikið á bíl,“ segir Alfreð sem bætir við það sé ókeypis í almenningssamgöngur á Akureyri og að bæjarbúar séu duglegir við að nota Strætó. Það sé þó alveg rétt að of margir noti einkabílinn við þau tækifæri sem vel væri hægt að ganga eða hjóla. Alfreð segir að hálkuvarnir séu ákveðið vandamál því sandur er mikið notaður í frosti og hálku. Alfreð segir að það sé hluti af stefnumótun Akureyrarbæjar að draga úr sandnotkun. Hann telur þó ástæðu til að hraða ferlinu. „Hann [sandurinn] molnar á götunum og pússar þær og býr til ennþá meira ryk og svo þyrlast hann bara upp.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. 29. október 2018 19:20 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. 29. október 2018 19:20
Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07
Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45