Komust hjá reglum með æfingaleik sem aldrei var spilaður Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 15:30 Falcao átti erfitt uppdráttar hjá United og ákvað félagið að nýta sér ekki möguleikann á að kaupa Kólumbíumanninn að loknum eins árs lánssamningnum vísir/getty Manchester United og Mónakó settu á laggirnar vináttuleik til þess að komast hjá reglum frönsku úrvalsdeildarinnar þegar Radamel Falcao fór á lán til Englands. Þetta kemur fram í nýjustu gögnum vefsíðunnar Football Leaks samkvæmt grein frönsku vefsíðunnar Mediapart. Falcao kom til United á láni sumarið 2014. Mónakó vildi fá 10 milljónir evra fyrir að senda kólumbíska framherjann til Englands en United vildi gera fjórar af þeim milljónum bundnar við það að United næði í eitt af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014-15. Reglur í Frakklandi banna hins vegar árangurstengdar greiðslur sem slíkar. Til þess að komast hjá þeim reglum ákváðu félögin að gera tvo samninga. Annars vegar samþykkti United að greiða 6 milljónir evra fyrir lánssamning Falcao. Hins vegar gerðu félögin með sér samning um að United myndi borga 4,5 milljónir evra fyrir að spila vináttuleik í júlí 2015 ef liðið næði fjórða sætinu. Vorið 2015 endaði United í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Louis van Gaal með liðið. John Alexander, skrifstofustjóri félagsins, sendi Mónakó bréf í maílok 2015 og sagði að knattspyrnustjórinn van Gaal ætlaði ekki að spila neina æfingaleiki fyrir utan þá sem félagið spilaði á æfingaferð sinni um Bandaríkin. Mónakó sendi þá United reikning upp á 4 milljónir evra sem borgast átti 30. júní þann dag. Ekki kemur fram í fréttum af málinu hvort sá reikningur hafi verið greiddur. Enskir fjölmiðlar leituðust eftir svörum frá United vegna málsins en félagið vill ekki tjá sig að svo stöddu. Talsmaður Mónakó sagði við Mediapart að „allir samningar félagsins fara eftir lögum og reglum.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. 6. nóvember 2018 11:34 Hinir ríku ráða fótboltaheiminum Í lokagrein Der Spiegel um Man. City er farið yfir hvernig félagið getur náð yfirburðastöðu í fótboltaheiminum þökk sé djúpum vösum eigenda félagsins. Félagið sé einfaldlega í stöðu sem flest önnur lið geti ekki keppt við. 8. nóvember 2018 11:15 Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni. 7. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
Manchester United og Mónakó settu á laggirnar vináttuleik til þess að komast hjá reglum frönsku úrvalsdeildarinnar þegar Radamel Falcao fór á lán til Englands. Þetta kemur fram í nýjustu gögnum vefsíðunnar Football Leaks samkvæmt grein frönsku vefsíðunnar Mediapart. Falcao kom til United á láni sumarið 2014. Mónakó vildi fá 10 milljónir evra fyrir að senda kólumbíska framherjann til Englands en United vildi gera fjórar af þeim milljónum bundnar við það að United næði í eitt af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014-15. Reglur í Frakklandi banna hins vegar árangurstengdar greiðslur sem slíkar. Til þess að komast hjá þeim reglum ákváðu félögin að gera tvo samninga. Annars vegar samþykkti United að greiða 6 milljónir evra fyrir lánssamning Falcao. Hins vegar gerðu félögin með sér samning um að United myndi borga 4,5 milljónir evra fyrir að spila vináttuleik í júlí 2015 ef liðið næði fjórða sætinu. Vorið 2015 endaði United í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Louis van Gaal með liðið. John Alexander, skrifstofustjóri félagsins, sendi Mónakó bréf í maílok 2015 og sagði að knattspyrnustjórinn van Gaal ætlaði ekki að spila neina æfingaleiki fyrir utan þá sem félagið spilaði á æfingaferð sinni um Bandaríkin. Mónakó sendi þá United reikning upp á 4 milljónir evra sem borgast átti 30. júní þann dag. Ekki kemur fram í fréttum af málinu hvort sá reikningur hafi verið greiddur. Enskir fjölmiðlar leituðust eftir svörum frá United vegna málsins en félagið vill ekki tjá sig að svo stöddu. Talsmaður Mónakó sagði við Mediapart að „allir samningar félagsins fara eftir lögum og reglum.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. 6. nóvember 2018 11:34 Hinir ríku ráða fótboltaheiminum Í lokagrein Der Spiegel um Man. City er farið yfir hvernig félagið getur náð yfirburðastöðu í fótboltaheiminum þökk sé djúpum vösum eigenda félagsins. Félagið sé einfaldlega í stöðu sem flest önnur lið geti ekki keppt við. 8. nóvember 2018 11:15 Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni. 7. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. 6. nóvember 2018 11:34
Hinir ríku ráða fótboltaheiminum Í lokagrein Der Spiegel um Man. City er farið yfir hvernig félagið getur náð yfirburðastöðu í fótboltaheiminum þökk sé djúpum vösum eigenda félagsins. Félagið sé einfaldlega í stöðu sem flest önnur lið geti ekki keppt við. 8. nóvember 2018 11:15
Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni. 7. nóvember 2018 12:00