Erlent

Lögreglumaður stunginn með hníf í miðborg Brussel

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað við Kolenmarkt, ekki langt frá torginu Grand Place.
Árásin átti sér stað við Kolenmarkt, ekki langt frá torginu Grand Place. AP/Francisco Seco
Lögreglumaður var stunginn með hníf í miðborg belgísku höfuðborgarinnar Brussel í morgun. Blaðið Le Soir segir málið rannsakað sem hryðjuverkaárás, en stunguárásin átti sér stað við Kolenmarkt, nærri torginu Grand Place.

Innanríkisráðherra Belgíu, Jan Jambon, kallaði í morgun árásina „huglausa árás gegn lögreglumönnum okkar“. Lögreglumaðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi, en er ekki talinn í lífshættu.

Belgískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn hafi verið skotinn og er hann alvarlega særður. Óstaðfestar heimildir herma að árásarmaðurinn hafi hrópað „Allahu akbar“, eða „Guð er mikill“, fyrir árásina.

Dómsmálaráðherra landsins segir að þrátt fyrir að málið sé rannsakað sem grunuð hryðjuverkaárás sé í augnablikinu ekkert sem bendi til tengsla árásarmannsins og öfgahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×