Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir tekjur Helguvíkurhafnar ekki hafa verið eins og ætlað var í upphafi. Fréttablaðið/Ernir Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira