Þekktasti mannréttindasinni Rússlands látinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:39 Alexeyeva á fundi með Pútín árið 2009. Pútín skipaði hana meðal annars í ráðgjafaráð ríkisstjórnar sinnar. Vísir/EPA Ljúdmíla Alexeyeva, rússneska andófskonan og mannréttindasinninn, er látin, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands. Alexeyeva fæddist á Krímskaga árið 1927 í valdatíð einræðisherrans Jósefs Stalíns. Hún hætti lífi sínu til að mótmæla aðstæðum pólitískra fanga í Sovétríkjunum og krefjast aukinna mannréttinda á 7. og 8. áratugnum. Þá stofnaði hún Moskvu Helsinski-hópinn, elstu mannréttindasamtök Rússlands árið 1976. Vegna baráttu sinnar flúði Alexeyeva morðhótanir í heimalandinu ári síðar. Hún sneri hins vegar aftur eftir fall Sovétríkjanna árið 1993 og hélt baráttu sinni fyrir mannréttindum og lýðræði ótrauð áfram. Samtökin sem hún stofnaði voru hins vegar smám saman nær knésett af Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Eftir að lög voru sett sem neyddu félagsamtök sem þáðu framlög frá erlendum aðilum að skrá sig sem „útsendara erlendra ríkja“ dró mjög úr framlögin til Moskvu Helsinki-hópsins. Árið 2014 greindi Alexeyeva frá því að flestum starfsmönnum hans hefði verið sagt upp. Rússneskir embættismenn sökuðu samtök eins og hennar um að njósna um Rússlands fyrir vestræn ríki. Í kjölfarið fékk Alexeyeva aftur morðhótanir, nú frá þjóðernissinnum, að því er segir í andlátsfrétt AP-fréttastofunnar. Alexeyeva var harður gagnrýnandi stríðs Pútín í Tjéténíu árið 1999 og tilraunum hans til þess að veikja lýðræðislegar stofnanir, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir þingkosningar árið 2003 sem nær þurrkuðu út stjórnarandstöðuna í landinu lét Alexeyeva Pútín heyra það. „Við höfum ekki kosningar lengur vegna þess að stjórnendurnir ákveða úrslitin en ekki þjóðin,“ sagðist hún hafa sagt við Pútín.Á mótmælum til varnar réttsins til mótmæla í Moskvu árið 2011.Vísir/EPA Andlát Rússland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ljúdmíla Alexeyeva, rússneska andófskonan og mannréttindasinninn, er látin, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands. Alexeyeva fæddist á Krímskaga árið 1927 í valdatíð einræðisherrans Jósefs Stalíns. Hún hætti lífi sínu til að mótmæla aðstæðum pólitískra fanga í Sovétríkjunum og krefjast aukinna mannréttinda á 7. og 8. áratugnum. Þá stofnaði hún Moskvu Helsinski-hópinn, elstu mannréttindasamtök Rússlands árið 1976. Vegna baráttu sinnar flúði Alexeyeva morðhótanir í heimalandinu ári síðar. Hún sneri hins vegar aftur eftir fall Sovétríkjanna árið 1993 og hélt baráttu sinni fyrir mannréttindum og lýðræði ótrauð áfram. Samtökin sem hún stofnaði voru hins vegar smám saman nær knésett af Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Eftir að lög voru sett sem neyddu félagsamtök sem þáðu framlög frá erlendum aðilum að skrá sig sem „útsendara erlendra ríkja“ dró mjög úr framlögin til Moskvu Helsinki-hópsins. Árið 2014 greindi Alexeyeva frá því að flestum starfsmönnum hans hefði verið sagt upp. Rússneskir embættismenn sökuðu samtök eins og hennar um að njósna um Rússlands fyrir vestræn ríki. Í kjölfarið fékk Alexeyeva aftur morðhótanir, nú frá þjóðernissinnum, að því er segir í andlátsfrétt AP-fréttastofunnar. Alexeyeva var harður gagnrýnandi stríðs Pútín í Tjéténíu árið 1999 og tilraunum hans til þess að veikja lýðræðislegar stofnanir, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir þingkosningar árið 2003 sem nær þurrkuðu út stjórnarandstöðuna í landinu lét Alexeyeva Pútín heyra það. „Við höfum ekki kosningar lengur vegna þess að stjórnendurnir ákveða úrslitin en ekki þjóðin,“ sagðist hún hafa sagt við Pútín.Á mótmælum til varnar réttsins til mótmæla í Moskvu árið 2011.Vísir/EPA
Andlát Rússland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira