Tæplega hundrað prósent verðmunur á leikföngum milli verslana Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2018 20:00 Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann. Neytendur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann.
Neytendur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira