Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:39 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hyggst fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu en konan tilkynnti framkomu Ágústs til nefndarinnar. Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segist hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins. Honum finnist því rétt að skýra opinberlega frá málsatvikunum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. „Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði,“ skrifar Ágúst.Lét „mjög særandi“ orð falla um konuna er hún hafnaði honum Ágúst kveðst hafa brugðist ókvæða við höfnun konunnar. Því sé hann ekki stoltur af. „Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“ Nokkru síðar hafi konan haft samband við hann og rætt upplifun sína af samskiptum þeirra umrætt kvöld. „Hún sagði mér að orð mín og framkoma hefðu sært hana og að þetta hafi valdið henni vanlíðan, meðal annars vegna þeirrar stöðu sem ég gegni. Ég bað hana innilega afsökunar á að hafa látið henni líða svona. Við töluðum síðan aftur saman og áttum síðar sérstakan fund þar sem hún útskýrði fyrir mér hvaða áhrif þetta hafi haft á sig.“ Leitar sér faglegrar aðstoðar og fer í launalaust leyfi Í kjölfarið ákvað konan að tilkynna framkomu Ágústs til faglegrar trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, sem Ágúst segir eðlilegt skref. Trúnaðarnefndin er sérstakur farvegur fyrir fólk til að tilkynna í trúnaði áreitni, óviðeigandi framkomu eða annað slíkt af hálfu félaga í Samfylkingunni. Í nefndinni situr fólk með bakgrunn í sálfræði, lögfræði og fleiri greinum, að sögn Ágústs. „Við fengum bæði að koma fyrir nefndina og lýsa atburðarásinni og þar lýsti ég aftur iðrun minni og vilja til að bæta fyrir framkomu mína.“ Niðurstaða trúnaðarnefndarinnar lá svo fyrir í síðustu viku og komst hún að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna framkomu hans, sem Ágúst segist vitaskuld una. Þá hafi hann ákveðið að leita sér aðstoðar vegna framkomu sinnar og óska eftir launalausu leyfi frá þingstörfum tímabundið. „Í því felst að ég þurfi að horfast í augu við að framkoma mín hafi verið ámælisverð og líta í eigin barm. Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði. Ég vil nota tækifærið og ítreka afsökunarbeiðni mína til viðkomandi. Mér þykir afar leitt að hafa sýnt henni þessa framkomu.“ Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hyggst fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu en konan tilkynnti framkomu Ágústs til nefndarinnar. Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segist hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins. Honum finnist því rétt að skýra opinberlega frá málsatvikunum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. „Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði,“ skrifar Ágúst.Lét „mjög særandi“ orð falla um konuna er hún hafnaði honum Ágúst kveðst hafa brugðist ókvæða við höfnun konunnar. Því sé hann ekki stoltur af. „Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“ Nokkru síðar hafi konan haft samband við hann og rætt upplifun sína af samskiptum þeirra umrætt kvöld. „Hún sagði mér að orð mín og framkoma hefðu sært hana og að þetta hafi valdið henni vanlíðan, meðal annars vegna þeirrar stöðu sem ég gegni. Ég bað hana innilega afsökunar á að hafa látið henni líða svona. Við töluðum síðan aftur saman og áttum síðar sérstakan fund þar sem hún útskýrði fyrir mér hvaða áhrif þetta hafi haft á sig.“ Leitar sér faglegrar aðstoðar og fer í launalaust leyfi Í kjölfarið ákvað konan að tilkynna framkomu Ágústs til faglegrar trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, sem Ágúst segir eðlilegt skref. Trúnaðarnefndin er sérstakur farvegur fyrir fólk til að tilkynna í trúnaði áreitni, óviðeigandi framkomu eða annað slíkt af hálfu félaga í Samfylkingunni. Í nefndinni situr fólk með bakgrunn í sálfræði, lögfræði og fleiri greinum, að sögn Ágústs. „Við fengum bæði að koma fyrir nefndina og lýsa atburðarásinni og þar lýsti ég aftur iðrun minni og vilja til að bæta fyrir framkomu mína.“ Niðurstaða trúnaðarnefndarinnar lá svo fyrir í síðustu viku og komst hún að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna framkomu hans, sem Ágúst segist vitaskuld una. Þá hafi hann ákveðið að leita sér aðstoðar vegna framkomu sinnar og óska eftir launalausu leyfi frá þingstörfum tímabundið. „Í því felst að ég þurfi að horfast í augu við að framkoma mín hafi verið ámælisverð og líta í eigin barm. Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði. Ég vil nota tækifærið og ítreka afsökunarbeiðni mína til viðkomandi. Mér þykir afar leitt að hafa sýnt henni þessa framkomu.“
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent