„Þetta er eins og að fá leiðbeiningabækling. Nú skil ég loksins hvað ég var að gera rangt í mínum samböndum.“ Þetta sagði einn lesandi um bókina við mig eftir lesturinn,“ útskýrir Ólafur Grétar.

„Þau John Gottman og Julie Schwartz Gottman hafa rekið ástarrannsóknarstofu í áraraðir og eru helstu sérfræðingar heims á sínu sviði. John hefur m.a. fengið viðurnefnið Einstein ástarinnar hjá New York Times. John hefur birt 200 vísindagreinar og eru hjónin höfundar 44 bóka um ástarmál og samskipti kynjanna og fjölskylduna. Með þeim skrifa bókina Douglas Abrams og læknirinn Rachel Carlton Abrams, sem einnig hafa getið sér gott orð vegna skrifa um sama mál og heilsu. Þýðandi er María Vigdís Kristjánsdóttir, M.A. í mannfélagsfræði, sérkennari cand. spes. ped. og þýðandi cand. mag."
,,Þau tóku allt sem þau höfðu skrifað og suðu niður í eina auðlesna og einfalda bók, sérstaka ætlaða karlmönnum. Þau höfðu öll tekið eftir því að það voru nánast bara konur sem lásu bækurnar þeirra en samkvæmt rannsóknum eru það karlmenn sem hafa meiri þörf fyrir lesturinn. Bókin, Það sem karlar vilja vita, er því þeirra framlag til að við strákarnir náum betri árangri í samböndum og nánd. Við getum oft verið klaufar í þessum samskiptum og skiljum ekkert í því af hverju þau ganga ekki eins og þau eiga að ganga. Með lestri bókarinnar er nær öruggt að samskipti í samböndum batni, líkur aukist á að samband endist, árekstrum fækki og nánd vaxi. Það sem ég hef aftur á móti líka tekið eftir er að konur eru mjög forvitnar um bókina. Bæði til að læra um hugsunarhátt karlmanna og læra um sig sjálfar. Bókin er líka fullkomin og hugulsöm gjöf til karlmanna. Líklega besta gjöfin til lengri og skemmri tíma.“
Bókin kom út í síðastliðinni viku er komin í allar helstu verslanir.
Þessi kynning er unnin í samstarfi við útgefanda bókarinnar