Lífið samstarf

Tork gaur driftar á ísi­lögðu stöðu­vatni í Jokkmokk

Tork gaur
Tork gaur prófaði Polestar 2, 3 og 4 á ísilögðu stöðuvatni í Norður Svíþjóð
Tork gaur prófaði Polestar 2, 3 og 4 á ísilögðu stöðuvatni í Norður Svíþjóð

Tork gaur heldur áfram með þáttaröð sína á Vísi. Í fjórða þætti heldur James Einar Becker til Lapplands eða nánar tiltekið Jokkmokk í norður Svíðþjóð. Þangað var honum boðið á frosið stöðuvatn af Polestar til að reynsluaka Polestar 2, 3 og 4.

„Tilgangur þessara samkomu er ekki að skoða innra rými og þægindi bílanna. Heldur er ætlast til þess að blaðamenn hafi gaman og kynnist einstökum akstureiginleikum bílanna í krefjandi aðstæðum. Þetta þýðir að ég neyðist til að renna, drifta og spóla bílunum í gegnum beygjurnar á eins miklum hraða og aksturshæfileikar mínir leiya,“ Segir James Einar en reynsluaksturinn fór fram á þar til gerðum kappaksturbrautum sem búið var að skafa í ísinn. Þrjár mismunandi brautir sér hannaðar fyrir eiginleika hvers bíls fyrir sig.

Þetta var í fyrsta skipti sem Polestar hefur alla framleiðslu bílana sínum á einum stað. Og er það mjög merkileg fyrir þær sakir að bílaframleiðandinn er ekki eldri en átta ára. Það má auðveldlega skynja hve allir hjá Polestar eru stoltir af sínum bílum og hafa tröllatrú á þeirra ágæti. Þessi trú hefur líka fullan rétt á sér þar sem bílarnir bera þess merki að vera hannaðir og framleiddir af fólki sem býr yfir mikilli þekkingu og ástríðu fyrir sinni vinnu. Lokaafurðin gefur manni tilfinningu fyrir því að þetta sé vörumerki sem skipi nú þegar sess meðal svokallaðra lúxus-bílaframleiðanda.

Eða eins og Joakim Rydholm, forstöðumaður akstureiginleika segir: „Þetta snýst ekki bara um að komast hratt úr kyrrstöðu í hundrað. Augljóslega geta Polestar bílarnir það, en þeir eru líka með frábæra akstureiginleika; það er lögð mikil vinna í hönnunina og þeir eru skemmtilegir. Ég myndi segja að við vinnum með raunveruleg afköst. Það þýðir að þú ert ekki bara með afl og hröðun. Þegar þú kemur að beygju, þá finnurðu að þú ert sá sem tekur bílinn í gegnum hana með bros á vör. Þú finnur að þú ert sá sem ekur. Síðar muntu sjá að þegar ég keyri bílinn að mörkunum, þá get ég setið og spjallað á meðan við rennum bílnum í gegnum beygjurnar. Það er það sem við köllum raunveruleg afköst,“ segir Joakim.

Fyrsti bíll á dagskrá hjá James Einari var Polestar 2

„Þótt að Polestar 2 sé litli bróðir 3 og 4 þýðir það ekki að þetta sé leiðinlegur bíll. Hann hefur 476 hestöfl að gefa og 740 Nm af togi. Það er líka styttra á mill öxla á bílnum sem þýðir að hann er liprari en stóru bræður hans. Þess vegna er brautin sem var sérstaklega hönnuð fyrir þennan bíl líkari gó-kart braut frekar en eitthvað annað. Það er jú vegna þess að bíllinn er alveg eins og gó-kart. Alls ekki, en samt í samanburði við hina bílana! Bílnum finnst gaman að fara í gegnum þrönga hlekki því að þyngdarpunktur bílsins er á fullkomum stað og hentar akstursaðstæðum virkilega vel,“ segir James Einar.

Næsti bíll á ísinn var Polestar 3

„Polestar 3 erSUV og virkilega góður sem slíkur ef maður ætlar að ferja fjölskylduna um og kíkja í Bónus á daginn og Krónuna á kvöldin. En ef þú vilt aka bílnum eins og þú hafir stolið honum þá er það heldur betur hægt líka. Bíllinn hefur 517 hestöfl og 910 Nm af togi sem gerir bílinn að algjöru skrímsli. Það eru allskonar ökumannsstillingar sem hjálpa manni að ákvarða það hvernig maður vill keyra bílinn. Fyrir þennan akstur á ísnum þá er ég með hann í Performance mode því ég vil nota öll 517 hestöflin sem bíllinn hefur að gefa. Eða svona næstum því, því maður er að keyra á ís og það er takmarkað hvar gripið er að finna. 

Bíllinn er með sjálfvirka loftpúða fjöðrun sem stillir sig af á tveggja milli sekúndna fresti eftir því hvernig undirlag bílsins er hverju sinni. Fyrir svona akstur þá finnst mér gott að hafa bílinn mjög stífan. Gott er að hugsa um fjöðrunina sem blöðru. Ef bíllinn er mjúkur og góður, þá er blaðran full af lofti. Og sömuleiðis ef bíllinn er stífur, þá er lítið loft í blöðrunni. Svo hefur bíllinn líka eitt umfram keppinautana. Hann er með svokallaða togstýringu. Það þýðir að ef bíllinn er að fara í gegnum krappa beygju þá getur bíllinn ákvarðað það að gefa aukinn kraft í það afturdekk sem þarf að fara lengri vegalengd. Það er að segja ytra dekkið. Þess vegna getur bíllinn komist hraðar út úr beygjum en vanalegt er,“ segir James Einar.

Síðast en alls ekki síst var komið að Polestar 4

„Polestar 4 er minn uppáhalds Polestar bíll. Ég er ekki viss af hverju það er. Mögulega er það vegna þess að þetta er kraftmesti bíllinn sem Polestar framleiðir. Bíllinn er með 544 hestöfl og gefur 686 Nm af togi. Svo hefur það líka mögulega eitthvað að gera með það ef maður horfir á hann að utan lítur hann út eins og sedan eða coupé, en að innan er hann með pláss sem SUV getur verið stoltur af. Þetta er líka Polestar-inn sem hefur engan aftur glugga. Heldur er baksýnisspegillinn myndavél sem er staðsett upp á þaki bílsins. Og er það mjög mikilvægur staður til að geyma myndavél svo hún verði ekki skítug. Ástæðan fyrir því að það er enginn aftur gluggi er sú að Polestar vilja búa til eins mikið pláss og hægt er inni í bílnum fyrir farþegana sem sitja aftur í. Það þýðir líka að þyngdarpunktur bílsins er lár þar sem rafhlöðurnar liggja lágt í bílnum. Og er það mögulega ein önnur ástæða fyrir því að ég elska þennan bíl,“ segir James Einar.

Sérhannaður Arctic Circle Edition 

Það voru ekki bara almennir Polestar bílar á svæðinu. Heldur var Polestar búið að framleiða þrjá Arctic Circle Edition bíla sem eru í rauninni Polestar 2, 3 og 4 á sterum. Það var búið að gera þá að rallý bílum sem Joakim keyrði meistaralega um ísinn.

„Við byrjum með bíl sem hefur mikil afköst og bætum svo við kryddi. Við búum til Arctic Circle Edition sem er einstakur bíll. Það sem við höfum gert við þennan bíl er að setja á hann rallý felgur frá O.Z Racing, sérhannaðar fyrir þennan bíl með sérstöku millibili (offset) og breidd. Rallý dekk með nöglum ásamt Öhlins höggdeyfum, sem hafa búið til sérstaka dempara fyrir þennan bíl sem eru þriggja þrepa stillanlegir. Þetta eru því ekta keppnisdemparar, rallý demparar. Við höfum hækkað fjöðrunina um 20 mm, svo bíllinn hafi meira svigrúm og hreyfanleika. Við höfum sett í hann Recaro sæti, svo þú hafir góða akstursstöðu,“ segir Joakim.

Nánari upplýsingar um Polestar má nálgast á polestar.com

Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.