Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2018 08:17 Röðin í Eiffel-turninn verður eflaust stutt á morgun. Vísir/Getty Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00