Sport

Fjölmiðladagur hjá Gunnari og öðrum bardagaköppum

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Svona er stemningin í fjölmiðlaherberginu í dag.
Svona er stemningin í fjölmiðlaherberginu í dag. vísir/hbg
Að taka þátt í stóru bardagakvöldi hjá UFC kallar á að þurfa að gefa ansi mörg viðtöl.

Bardagakapparnir í Toronto hafa margir hverjir staðið í ströngu í þeim efnum í vikunni. Gunnar er þegar búinn að fara í mörg viðtöl og hittir svo alla fjölmiðlamennina á staðnum í dag.

Það er nefnilega fjölmiðladagur UFC 231 í dag og þá koma flestir bardagakapparnir í tíu mínútna viðtal. Bardagakapparnir í tveimur stærstu bardögunum þurfa þó ekki að mæta enda voru þau á blaðamannafundi í dag.

Það kemur bardagakappi á tíu mínútna fresti inn í fjölmiðlaherbergið og svarar misgáfulegum spurningum. Gunnar er væntanlegur fljótlega en minni spámenn máttu gera sér að góðu að vakna snemma til þess að mæta á fundinn sem er á hóteli UFC þannig að stutt að fara.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.

MMA

Tengdar fréttir

Andstæðingur Gunnars veit ekkert um Ísland

Andstæðingur Gunnars Nelson á laugardag, Brasilíumaðurinn Alex Oliveira, er skrautlegur karakter eins og blaðamaður Vísis fékk að kynnast í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×