Kúbverjar fá loksins aðgang að netinu í símanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 12:40 Yfirvöld á Kúbu hafa smám saman byggt um 3G-net en það hefur fram að þessu aðeins verið aðgengilegt útlendingum og embættismönnum. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu. Norður-Ameríka Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu.
Norður-Ameríka Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent