Kúbverjar fá loksins aðgang að netinu í símanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 12:40 Yfirvöld á Kúbu hafa smám saman byggt um 3G-net en það hefur fram að þessu aðeins verið aðgengilegt útlendingum og embættismönnum. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu. Norður-Ameríka Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu.
Norður-Ameríka Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira