Dómur yfir erkibiskupnum felldur niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 07:31 Philip Wilson var sakfelldur í maí fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Tólf mánaða fangelsisdómur yfir honum var svo kveðinn upp í júlí síðastliðnum. Vísir/Afp Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan. Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Sjá meira
Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan.
Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Sjá meira
Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04
Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27
Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00