Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2018 19:00 Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira