Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2018 08:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í morgun. vísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. Hennar niðurstaða sé hins vegar sú að sitja áfram á þingi en segir að auðveldast hefði verið fyrir hana sjálfa að hætta á þingi. „Ég hefði auðveldlega getað tekið þá ákvörðun að fara í leyfi eða að fara í veikindaleyfi og ég hugsaði það. En svo hugsaði ég málið aðeins lengra að þá væri ég að taka skellinn fyrir orðræðu annarra og það er gjarnan það sem konur gera,“ sagði Anna Kolbrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist virkilega hafa íhugað það að segja af sér. „Ég er ekki að afsaka mig á neinn máta en það hefði verið auðveldast fyrir mig að fara fyrir sjálfa mig en það hefði ekki breytt lífinu mínu. Ég hefði áfram þurft að lifa með þetta. Þetta er mín niðurstaða núna en þetta er komið í þinglegan feril. Eitthvað kemur út úr því og ég þarf bara að taka stöðuna þá aftur,“ sagði Anna Kolbrún.Anna Kolbrún Árnadóttir á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið á mánudag. Hún vildi þá lítið ræða við fréttamann um Klaustursmálið.Vísir/VilhelmHefur séð dæmi þess að konur fari en eigi sér samt engar málsbætur Aðspurð sagðist Anna Kolbrún hafa tekið það með í reikninginn að meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér en samkvæmt könnun Maskínu sem greint var frá í vikunni vilja 74 prósent landsmanna að hún hætti á þingi. „Mér finnst ekkert skrýtið að fólki finnist það en ég hef líka séð dæmi þess að konur hafa farið og þær eiga sér samt engar málsbætur. Ég verð að horfa framan í það sem var og ég verð læra af því. Ef ég hverf af braut þá er ekkert sem segir að ég þurfi að læra af því. En með því að vera gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju. Það er bara þannig,“ sagði Anna Kolbrún. Hún var spurð út í það hvernig henni leið inni á Klaustur. „Ég gerði það sem ég geri of oft. Ég þagði vissulega en reyndi að koma nokkrum til varnar. Ég er ekki með góða rödd og það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég hefði líka oft áður átt að fara. Ég held meira að segja að ég hafi áður farið. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Jafnsek og aðrir Hún viðurkenndi að hún væri jafnsek þar sem hún hefði staðið hjá og ekki gert neitt. Það væri einmitt það sem væri að plaga hana; að hún væri jafnsek þó að hún hefði ekki sett jafn ljót orð fram. Anna Kolbrún sagðist ekki geta svarað því með já eða nei hvort henni þyki rétt að hún sitji áfram á Alþingi. „En ég get sagt að ef ég fer þá er ég að undirstrika það að konur fara. Ef ég sit áfram, sem verður áfram erfitt, þá þýðir það að ég ætla að takast á við þetta. Það verður erfitt og erfitt fyrir fólk að takast á á við þetta. Ef ég bugast þá bugast ég.“ Hún var einnig spurð út í þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason og hvort henni fyndist rétt að þeir sitji áfram á þingi. „Mér finnst rétt af þeim að fara í leyfi. Mér finnst að þeir þurfi að gera í sínum málum og ég veit að þeir eru byrjaðir í þeirri vinnu. Ég veit að þeir fá faglega aðstoð, við fáum öll faglega aðstoð. Þeir þurfa sannarlega að sýna það í verki að þeir eru að vinna í sjálfum sér áður en við tökum næstu skref,“ sagði Anna Kolbrún. Viðtalið við Önnu Kolbrúnu og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í Bítinu í morgun má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. Hennar niðurstaða sé hins vegar sú að sitja áfram á þingi en segir að auðveldast hefði verið fyrir hana sjálfa að hætta á þingi. „Ég hefði auðveldlega getað tekið þá ákvörðun að fara í leyfi eða að fara í veikindaleyfi og ég hugsaði það. En svo hugsaði ég málið aðeins lengra að þá væri ég að taka skellinn fyrir orðræðu annarra og það er gjarnan það sem konur gera,“ sagði Anna Kolbrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist virkilega hafa íhugað það að segja af sér. „Ég er ekki að afsaka mig á neinn máta en það hefði verið auðveldast fyrir mig að fara fyrir sjálfa mig en það hefði ekki breytt lífinu mínu. Ég hefði áfram þurft að lifa með þetta. Þetta er mín niðurstaða núna en þetta er komið í þinglegan feril. Eitthvað kemur út úr því og ég þarf bara að taka stöðuna þá aftur,“ sagði Anna Kolbrún.Anna Kolbrún Árnadóttir á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið á mánudag. Hún vildi þá lítið ræða við fréttamann um Klaustursmálið.Vísir/VilhelmHefur séð dæmi þess að konur fari en eigi sér samt engar málsbætur Aðspurð sagðist Anna Kolbrún hafa tekið það með í reikninginn að meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér en samkvæmt könnun Maskínu sem greint var frá í vikunni vilja 74 prósent landsmanna að hún hætti á þingi. „Mér finnst ekkert skrýtið að fólki finnist það en ég hef líka séð dæmi þess að konur hafa farið og þær eiga sér samt engar málsbætur. Ég verð að horfa framan í það sem var og ég verð læra af því. Ef ég hverf af braut þá er ekkert sem segir að ég þurfi að læra af því. En með því að vera gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju. Það er bara þannig,“ sagði Anna Kolbrún. Hún var spurð út í það hvernig henni leið inni á Klaustur. „Ég gerði það sem ég geri of oft. Ég þagði vissulega en reyndi að koma nokkrum til varnar. Ég er ekki með góða rödd og það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég hefði líka oft áður átt að fara. Ég held meira að segja að ég hafi áður farið. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Jafnsek og aðrir Hún viðurkenndi að hún væri jafnsek þar sem hún hefði staðið hjá og ekki gert neitt. Það væri einmitt það sem væri að plaga hana; að hún væri jafnsek þó að hún hefði ekki sett jafn ljót orð fram. Anna Kolbrún sagðist ekki geta svarað því með já eða nei hvort henni þyki rétt að hún sitji áfram á Alþingi. „En ég get sagt að ef ég fer þá er ég að undirstrika það að konur fara. Ef ég sit áfram, sem verður áfram erfitt, þá þýðir það að ég ætla að takast á við þetta. Það verður erfitt og erfitt fyrir fólk að takast á á við þetta. Ef ég bugast þá bugast ég.“ Hún var einnig spurð út í þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason og hvort henni fyndist rétt að þeir sitji áfram á þingi. „Mér finnst rétt af þeim að fara í leyfi. Mér finnst að þeir þurfi að gera í sínum málum og ég veit að þeir eru byrjaðir í þeirri vinnu. Ég veit að þeir fá faglega aðstoð, við fáum öll faglega aðstoð. Þeir þurfa sannarlega að sýna það í verki að þeir eru að vinna í sjálfum sér áður en við tökum næstu skref,“ sagði Anna Kolbrún. Viðtalið við Önnu Kolbrúnu og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í Bítinu í morgun má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14