Umboðsmaður kominn með nóg af starfshópum og nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. desember 2018 06:00 Fangelsið Litla-Hraun. „Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent