Heiður himinn fram undan Davíð Þorláksson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Loftslagsmál Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun