Meistara-Ernirnir eru enn á lífi í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 09:30 Carson Wentz leiddi sína menn í Philadelphia Eagles til mikilvægs sigurs í nótt. Vísir/Getty NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri. NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri.
NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira