Katar segir sig úr samtökum olíuframleiðsluríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Saad Sherida al-Kaabi. Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran. Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran.
Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira