Freyja gerir grín að bremsuskýringu Sigmundar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 21:33 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Vilhelm Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018 Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15
Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10