Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 21:15 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Ricardo Ceppi/Getty Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“ Rússland Úkraína Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“
Rússland Úkraína Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira