Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 10:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að sum ummæli þingmannanna sex, sem náðust á upptöku á barnum Klaustri á síðustu viku, hafi ekki komið sér á óvart. Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar og Klaustursmálið, sem skekið hefur fjölmiðla frá því að upptökur á samtali sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins voru birtar á miðvikudag.Aldrei upplifað aðra eins kvenfyrirlitningu Sigurður Ingi sagði málið blauta tusku í andlit Alþingis og samfélagsins, sérstaklega í ljósi þess að gengið hafi vel að uppræta slík viðhorf á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist á sama máli og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, og lagði áherslu á að ábyrgðin á ummælunum sem féllu á Klaustri lægi hjá þeim sem áttu í hlut. „Ég er á sama stað og Páll að þrátt fyrir að vissulega þurfi þingið og við öll að takast á við þetta þá bera þeir sem þarna voru alla ábyrgð á þessari umræðu,“ sagði Sigurður Ingi. Fjórir þingmannanna á Klaustri eru úr Miðflokknum, sem klofnaði upp úr flokki Sigurðar Inga, Framsóknarflokknum. Því var um að ræða fólk sem ráðherrann hefur starfað náið með, líkt og í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar. Sigurður var því inntur eftir því hvort Klaustursupptökurnar hafi varpað ljósi á þeirra innri mann. „Ég veit ekki hvað ég á að fara langt út í það, Kristján, en sumt kom mér ekki á óvart. En hversu orðræðan var ljót, verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei upplifað að menn geti setið saman í þrjá klukkutíma og verið kerfisbundið að fara með þessa mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu, sem þarna fór fram. Ég ætla bara að segja það.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/vilhelmLágkúran á ábyrgð þingmannanna sex Þorgerður Katrín mótmælti því að ríkisstjórnin hafi náð verulegum árangri í jafnréttismálum. „Það er kannski dæmi um það að samráðsleysi, eða samráð ríkisstjórnarinnar er á hennar forsendum. En ekki á forsendum þingsins.“ Hún tók þó undir orð Sigurðar Inga að þingmennirnir á Klaustri bæru ábyrgð á orðum sínum, en áréttaði að þingið þyrfti einnig að bregðast við. Mikilvægt sé að konur fái að búa við örugga vinnustaðamenningu, og það hafi konur á Alþingi ekki endilega búið við. „Ég get alveg tekið undir það að þeirra er ábyrgðin. Þessi lágkúra sem birtist okkur á klausturbarnum er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ sagði Þorgerður Katrín. „Er ekki ástæða fyrir þingið að skoða hvort alþingiskonur séu líka varðar með jafnréttislögum, eins og aðrar konur í samfélaginu eiga að vera?“ Þá vildi Þorgerður Katrín að siðanefnd Alþingis kæmi saman og undir það tók Sigurður Ingi. Hann ítrekaði að sér fyndist líklegt að forsætisnefndin vísi málinu til siðanefndar og sagði það óhjákvæmilegt að upptökurnar hafi afleiðingar en ekki væri hægt að segja til um það hver lendingin yrði. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að sum ummæli þingmannanna sex, sem náðust á upptöku á barnum Klaustri á síðustu viku, hafi ekki komið sér á óvart. Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar og Klaustursmálið, sem skekið hefur fjölmiðla frá því að upptökur á samtali sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins voru birtar á miðvikudag.Aldrei upplifað aðra eins kvenfyrirlitningu Sigurður Ingi sagði málið blauta tusku í andlit Alþingis og samfélagsins, sérstaklega í ljósi þess að gengið hafi vel að uppræta slík viðhorf á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist á sama máli og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, og lagði áherslu á að ábyrgðin á ummælunum sem féllu á Klaustri lægi hjá þeim sem áttu í hlut. „Ég er á sama stað og Páll að þrátt fyrir að vissulega þurfi þingið og við öll að takast á við þetta þá bera þeir sem þarna voru alla ábyrgð á þessari umræðu,“ sagði Sigurður Ingi. Fjórir þingmannanna á Klaustri eru úr Miðflokknum, sem klofnaði upp úr flokki Sigurðar Inga, Framsóknarflokknum. Því var um að ræða fólk sem ráðherrann hefur starfað náið með, líkt og í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar. Sigurður var því inntur eftir því hvort Klaustursupptökurnar hafi varpað ljósi á þeirra innri mann. „Ég veit ekki hvað ég á að fara langt út í það, Kristján, en sumt kom mér ekki á óvart. En hversu orðræðan var ljót, verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei upplifað að menn geti setið saman í þrjá klukkutíma og verið kerfisbundið að fara með þessa mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu, sem þarna fór fram. Ég ætla bara að segja það.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/vilhelmLágkúran á ábyrgð þingmannanna sex Þorgerður Katrín mótmælti því að ríkisstjórnin hafi náð verulegum árangri í jafnréttismálum. „Það er kannski dæmi um það að samráðsleysi, eða samráð ríkisstjórnarinnar er á hennar forsendum. En ekki á forsendum þingsins.“ Hún tók þó undir orð Sigurðar Inga að þingmennirnir á Klaustri bæru ábyrgð á orðum sínum, en áréttaði að þingið þyrfti einnig að bregðast við. Mikilvægt sé að konur fái að búa við örugga vinnustaðamenningu, og það hafi konur á Alþingi ekki endilega búið við. „Ég get alveg tekið undir það að þeirra er ábyrgðin. Þessi lágkúra sem birtist okkur á klausturbarnum er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ sagði Þorgerður Katrín. „Er ekki ástæða fyrir þingið að skoða hvort alþingiskonur séu líka varðar með jafnréttislögum, eins og aðrar konur í samfélaginu eiga að vera?“ Þá vildi Þorgerður Katrín að siðanefnd Alþingis kæmi saman og undir það tók Sigurður Ingi. Hann ítrekaði að sér fyndist líklegt að forsætisnefndin vísi málinu til siðanefndar og sagði það óhjákvæmilegt að upptökurnar hafi afleiðingar en ekki væri hægt að segja til um það hver lendingin yrði.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11