Skattablæti Samfylkingarinnar Einar Freyr Bergsson skrifar 1. desember 2018 11:39 Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar