Gengisveiking áfram inni í myndinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. desember 2018 07:45 Gangi fjárfestingin eftir mun koma í ljós hvort nýr eigandi WOW air muni gera breytingar á leiðakerfi flugfélagsins. Fréttablaðið/Eyþór Útlit er fyrir að gengi krónunnar haldi áfram veikjast þrátt fyrir að fjárfesting Indigo Partners í WOW nái fram ganga, að mati hagfræðings. Gengi krónunnar sé enn hátt og yfirstandandi kjaraviðræður séu enn stór óvissuþáttur. Eins og greint var frá í fyrradag hafa WOW air og bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners náð samkomulagi um að Indigo fjárfesti í íslenska flugfélaginu en snemma morguns hafði verið tilkynnt um að fallið hefði verið frá kaupum Icelandair á WOW air. „Það er mjög jákvætt fyrir markaðinn að fá inn erlenda fjárfesta sem koma ekki aðeins með fjármuni heldur einnig þekkingu og rekstrarlegt forræði, það er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Eftir tíðindin styrktist krónan gagnvart öllum helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum. Styrkingin nam 1,8 prósentum gagnvart Bandaríkjadal, rúmlega tveimur prósentum gagnvart evru og tæplega tveimur prósentum gagnvart breska pundinu. Ásgeir segir að minni óvissa í flugbransanum þýði þó ekki að veiking krónunnar undanfarnar vikur og mánuði gangi til baka. „Ég held samt sem áður að það verði áfram þrýstingur á gengisveikingu. Hagsveiflan er nú að hníga eftir 7-8 ára vaxtartímabil og því eðlilegt á þessum stað að gengið lækki fremur en hækki,“ segir Ásgeir. „Það eru enn miklir óvissuþættir til staðar og gengi krónunnar hefur verið og er tiltölulega hátt. Það á eftir að leysa úr kjarasamningum sem er meiri háttar mál fyrir gjaldeyrismarkaðinn og það er verkefni sem þarf að leysa næstu mánuði.“ Undirstöður krónunnar góðar Þrátt fyrir að útlit sé fyrir gengisveikingu er íslenska hagkerfið í betri stöðu en oft áður að sögn Ásgeirs. „Í gegnum tíðina hefur innlend eftirspurn farið úr böndunum í efnahagsuppsveiflum er hafa skapað viðskiptahalla sem hefur síðan sjálfkrafa veikt gengið. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt erum við enn með viðskiptaafgang og þrátt fyrir allt eru undirstöður krónunnar traustar þannig að það er engin gífurleg þörf á skarpri leiðréttingu miðað við núverandi launa- og neyslustig til að koma hagkerfinu aftur á réttan stað eins og var hér áður,“ segir Ásgeir. Markaðurinn tók vel í fréttir af samkomulagi WOW air og Indigo Partners. Töluverðar hækkanir voru í Kauphöllinni í gær sem vógu upp á móti þeim lækkunum sem áttu sér stað í fyrradag þegar tvísýnt var um framtíð WOW air. Festi hækkaði um 11 prósent, Hagar um 7,56 prósent og Reitir um 7,28 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,86 prósent og ávöxtunarkrafa skuldabréfa lækkaði um 17 til 21 punkt. Ásgeir segir að nær öll félögin í Kauphöllinni séu mjög hóflega verðlögð miðað við kennitölur og hlutabréfamarkaðurinn hafi verið að gefa eftir á árinu. „Þannig að mér finnst ekki ólíklegt að um leið og fólk fær tilfinningu fyrir því að hagkerfið sé komið fyrir vind þá muni hlutabréfamarkaðurinn taka aftur við sér.“Enn óvissa í kringum WOW Vonast er til þess að fjárfesting Indigo gangi í gegn sem fyrst en hún er háð áreiðanleikakönnun, rétt eins og kaupsamningurinn á milli WOW air og Icelandair. „Það er mjög jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf ef þessi umræða sem hefur verið síðustu þrjá mánuði verður að einhverju leyti á bak og burt þannig að hægt verði að horfa inn í komandi misseri með meiri vissu. En eins og maður skilur tilkynninguna sem var send út í gær á að hefja vinnu sem hljómar svipuð þeirri vinnu sem Icelandair hefur staðið í síðustu vikur. Vonandi fæst niðurstaða í þetta mál sem fyrst,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Þá hafa vaknað spurningar um það hvort fjárfesting Indigo Partners í WOW air hafi í för með sér stefnubreytingu. „Megnið af þeim fjárfestingum sem Indigo hefur ráðist í snúa að flugfélögum sem byggja á lággjalda- og styttri ferðum á meðan WOW air hefur í æ meiri mæli færst í átt að líkaninu sem snýst um lággjalda- og lengri ferðir. Tíminn mun leiða í ljós hvort það verði stefnubreyting hjá WOW air hvað þetta varðar ásamt fleiru.“Nýr eigandi WOW Air Indigo Partners er bandarískt fjárfestingarfélag sem sérhæfir sig í að fjárfesta í flugfélögum og hefur tekist vel upp. Á síðasta áratug hefur Indigo fjárfest í bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines, hinu mexíkóska Volaris og hinu ungverska Wizzair sem flýgur til Íslands. Indigo á rúman fimmtungshlut í Wizzair. Á vefsíðunni Skift, sem sérhæfir sig í skrifum um ferðatengda starfsemi, er fjallað um Indigo Partners í engslum við tilkynninguna um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air. Þar er Bill Franke, sem fer fyrir Indigo, sagður kænn við samningaborðið og einblína á kostnaðarhagræði. Franke lagði inn risapöntun fyrir 430 Airbusflugvélum á síðasta ári sem hann hyggst úthluta til fjögurra flugfélaga sem eru að hluta í eigu Indigo. Flugrekstur Indigo snýst að miklu leyti um lágt verð fyrir stuttar ferðir en flugrekstur WOW air byggir meira á lágu verði fyrir lengri ferðir. Skift veltir því upp hvort Indigo muni breyta leiðakerfi WOW air þannig að meiri áhersla verði lögð á styttri ferðir. Einnig hvort áform WOW um að hefja flug til Indlands samrýmist flugrekstrarlíkani Indigo Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37 Skúli Mogensen sektaður fyrir utan samgönguráðuneytið Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í samgönguráðuneytinu klukkan 14 í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36 Sjóður GAMMA dróst saman um 3,5 prósent Eignir fjárfestingarsjóðsins GAMMA: Credit Fund drógust saman um 3,5 prósent í gær en sjóðurinn tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan september ásamt GAMMA: Total Return Fund. 30. nóvember 2018 07:00 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Útlit er fyrir að gengi krónunnar haldi áfram veikjast þrátt fyrir að fjárfesting Indigo Partners í WOW nái fram ganga, að mati hagfræðings. Gengi krónunnar sé enn hátt og yfirstandandi kjaraviðræður séu enn stór óvissuþáttur. Eins og greint var frá í fyrradag hafa WOW air og bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners náð samkomulagi um að Indigo fjárfesti í íslenska flugfélaginu en snemma morguns hafði verið tilkynnt um að fallið hefði verið frá kaupum Icelandair á WOW air. „Það er mjög jákvætt fyrir markaðinn að fá inn erlenda fjárfesta sem koma ekki aðeins með fjármuni heldur einnig þekkingu og rekstrarlegt forræði, það er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Eftir tíðindin styrktist krónan gagnvart öllum helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum. Styrkingin nam 1,8 prósentum gagnvart Bandaríkjadal, rúmlega tveimur prósentum gagnvart evru og tæplega tveimur prósentum gagnvart breska pundinu. Ásgeir segir að minni óvissa í flugbransanum þýði þó ekki að veiking krónunnar undanfarnar vikur og mánuði gangi til baka. „Ég held samt sem áður að það verði áfram þrýstingur á gengisveikingu. Hagsveiflan er nú að hníga eftir 7-8 ára vaxtartímabil og því eðlilegt á þessum stað að gengið lækki fremur en hækki,“ segir Ásgeir. „Það eru enn miklir óvissuþættir til staðar og gengi krónunnar hefur verið og er tiltölulega hátt. Það á eftir að leysa úr kjarasamningum sem er meiri háttar mál fyrir gjaldeyrismarkaðinn og það er verkefni sem þarf að leysa næstu mánuði.“ Undirstöður krónunnar góðar Þrátt fyrir að útlit sé fyrir gengisveikingu er íslenska hagkerfið í betri stöðu en oft áður að sögn Ásgeirs. „Í gegnum tíðina hefur innlend eftirspurn farið úr böndunum í efnahagsuppsveiflum er hafa skapað viðskiptahalla sem hefur síðan sjálfkrafa veikt gengið. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt erum við enn með viðskiptaafgang og þrátt fyrir allt eru undirstöður krónunnar traustar þannig að það er engin gífurleg þörf á skarpri leiðréttingu miðað við núverandi launa- og neyslustig til að koma hagkerfinu aftur á réttan stað eins og var hér áður,“ segir Ásgeir. Markaðurinn tók vel í fréttir af samkomulagi WOW air og Indigo Partners. Töluverðar hækkanir voru í Kauphöllinni í gær sem vógu upp á móti þeim lækkunum sem áttu sér stað í fyrradag þegar tvísýnt var um framtíð WOW air. Festi hækkaði um 11 prósent, Hagar um 7,56 prósent og Reitir um 7,28 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,86 prósent og ávöxtunarkrafa skuldabréfa lækkaði um 17 til 21 punkt. Ásgeir segir að nær öll félögin í Kauphöllinni séu mjög hóflega verðlögð miðað við kennitölur og hlutabréfamarkaðurinn hafi verið að gefa eftir á árinu. „Þannig að mér finnst ekki ólíklegt að um leið og fólk fær tilfinningu fyrir því að hagkerfið sé komið fyrir vind þá muni hlutabréfamarkaðurinn taka aftur við sér.“Enn óvissa í kringum WOW Vonast er til þess að fjárfesting Indigo gangi í gegn sem fyrst en hún er háð áreiðanleikakönnun, rétt eins og kaupsamningurinn á milli WOW air og Icelandair. „Það er mjög jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf ef þessi umræða sem hefur verið síðustu þrjá mánuði verður að einhverju leyti á bak og burt þannig að hægt verði að horfa inn í komandi misseri með meiri vissu. En eins og maður skilur tilkynninguna sem var send út í gær á að hefja vinnu sem hljómar svipuð þeirri vinnu sem Icelandair hefur staðið í síðustu vikur. Vonandi fæst niðurstaða í þetta mál sem fyrst,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Þá hafa vaknað spurningar um það hvort fjárfesting Indigo Partners í WOW air hafi í för með sér stefnubreytingu. „Megnið af þeim fjárfestingum sem Indigo hefur ráðist í snúa að flugfélögum sem byggja á lággjalda- og styttri ferðum á meðan WOW air hefur í æ meiri mæli færst í átt að líkaninu sem snýst um lággjalda- og lengri ferðir. Tíminn mun leiða í ljós hvort það verði stefnubreyting hjá WOW air hvað þetta varðar ásamt fleiru.“Nýr eigandi WOW Air Indigo Partners er bandarískt fjárfestingarfélag sem sérhæfir sig í að fjárfesta í flugfélögum og hefur tekist vel upp. Á síðasta áratug hefur Indigo fjárfest í bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines, hinu mexíkóska Volaris og hinu ungverska Wizzair sem flýgur til Íslands. Indigo á rúman fimmtungshlut í Wizzair. Á vefsíðunni Skift, sem sérhæfir sig í skrifum um ferðatengda starfsemi, er fjallað um Indigo Partners í engslum við tilkynninguna um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air. Þar er Bill Franke, sem fer fyrir Indigo, sagður kænn við samningaborðið og einblína á kostnaðarhagræði. Franke lagði inn risapöntun fyrir 430 Airbusflugvélum á síðasta ári sem hann hyggst úthluta til fjögurra flugfélaga sem eru að hluta í eigu Indigo. Flugrekstur Indigo snýst að miklu leyti um lágt verð fyrir stuttar ferðir en flugrekstur WOW air byggir meira á lágu verði fyrir lengri ferðir. Skift veltir því upp hvort Indigo muni breyta leiðakerfi WOW air þannig að meiri áhersla verði lögð á styttri ferðir. Einnig hvort áform WOW um að hefja flug til Indlands samrýmist flugrekstrarlíkani Indigo
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37 Skúli Mogensen sektaður fyrir utan samgönguráðuneytið Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í samgönguráðuneytinu klukkan 14 í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36 Sjóður GAMMA dróst saman um 3,5 prósent Eignir fjárfestingarsjóðsins GAMMA: Credit Fund drógust saman um 3,5 prósent í gær en sjóðurinn tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan september ásamt GAMMA: Total Return Fund. 30. nóvember 2018 07:00 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37
Skúli Mogensen sektaður fyrir utan samgönguráðuneytið Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í samgönguráðuneytinu klukkan 14 í dag. 30. nóvember 2018 16:00
Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36
Sjóður GAMMA dróst saman um 3,5 prósent Eignir fjárfestingarsjóðsins GAMMA: Credit Fund drógust saman um 3,5 prósent í gær en sjóðurinn tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan september ásamt GAMMA: Total Return Fund. 30. nóvember 2018 07:00
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30