Í lokaskotinu er að venju farið yfir þrjú málefni en þar var meðal annars rætt um hvaða lið myndu fara alla leið í undanúrslitin í Olís-deildinni.
Þegar Tómas Þór Þórðarson beindi spjótunum að Arnari Péturssyni, sem var sérfræðingur í þættinum á mánudag, og spurði hann hvort að eitthvað lið sem væri nú ekki í efstu fjórum sætunum gæti farið alla leið var Arnar fljótur að svara.
„ÍBV,“ sagði Arnar sem stýrði Eyja-liðinu í níu ár. Logi Geirsson, hinn sérfræðingur þáttarins, var fljótur til og gantaðist aðeins í Arnari en afraksturinn má sjá hér að neðan eins og allt lokaskotið.