Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:16 Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. AP/Kay Nietfeld Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira