Rektor segir að áreitni verði aldrei liðin innan HÍ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:11 Rektor hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund. Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi á undanförnum misserum lagt áherslu á að bæta ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni. Hann segir að slíkt verði aldrei liðið innan HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund, prófessors í líftölfræði sem sagði upp starfi sínu við skólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu Jóns Atla. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.“ Þar segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar sem eru trúnaðarmál. „Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.“Hafnar öllum ásökunum Sigrún Helga greindi frá því í Facebook færslu í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu. Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnaði ásökunum Sigrúnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir hádegi í dag. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ sagði Sigurður Yngvi og vísaði í niðurstöðu Siðanefndar. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi á undanförnum misserum lagt áherslu á að bæta ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni. Hann segir að slíkt verði aldrei liðið innan HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund, prófessors í líftölfræði sem sagði upp starfi sínu við skólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu Jóns Atla. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.“ Þar segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar sem eru trúnaðarmál. „Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.“Hafnar öllum ásökunum Sigrún Helga greindi frá því í Facebook færslu í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu. Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnaði ásökunum Sigrúnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir hádegi í dag. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ sagði Sigurður Yngvi og vísaði í niðurstöðu Siðanefndar.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48