Ágangurinn á rauða dreglinum erfiðastur: „Það eltu okkur nokkrir bílar heim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 15:30 Uppfært 20:15 Innslaginu í heild sinni hefur verið bætt við hér að ofan. „Ég var svolítið hrædd á frumsýningunni í London, því London getur verið svolítið „aggressív“ með svona, mikið um „paparazza“ og svoleiðis,“ segir Hera Hilmarsdóttir, sem undanfarið hefur ferðast vítt og breitt í kynningarstarfi fyrir stórmyndina Mortal Engines, þar sem hún fer með aðalhlutverk.Sjá nánar: Konur dæmdar eftir útlitinuÞó framleiðslukostnaður myndarinnar hafi numið meira en hundrað milljónum Bandaríkjadala og öll umgjörð verið mun stærri en þekkist hér heima segist Hera hafa litið á hana eins og hvert annað verkefni. Leikarar hafi ekki dvalið í svítum á hjólum eða verið með þjóna, heldur allt verið mjög jarðbundið. Hún hafi þó auðvitað verið meðvituð um þann gríðarlega fjölda sem kæmi til með að sjá myndina, en það spili kannski ekki sérstaklega inn í vinnuna á setti – þar sem hún leggur sig alltaf alla fram, hversu stórt sem verkefnið er.Allir blindir í nýrri þáttaröð Eðli málsins samkvæmt skapast mörg ný tækifæri í kringum slíkt hlutverk, en næst á dagskrá er þáttaröð sem ber heitið See, þar sem Hera leikur m.a. á móti Jason Momoa, sem dyggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna þekkja eflaust vel. Sögusviðið í þáttunum er æði sérstakt, þar sem allt mannkynið er blint. Sjá nánar: Hera Hilmars landar hlutverki í nýrri þáttaröð frá Apple„Það er er geggjað. Ég get ekki sagt of mikið um það, en ég held við höfum aldrei séð neitt eins og þetta,“ segir Hera.„Horfðu hingað!“ Líkt og áður segir lætur hún það ekki stíga sér til höfuðs þó verkefnin séu stór. Sumt taki þó meiri tíma að venjast heldur en annað, þá sérstaklega ágangurinn á rauða dreglinum. Þar segir hún að London sé hvað erfiðust. „Svo stendur maður þarna og það eru allir bara að öskra á þig „Hera, Hera, horfðu hingað, horfðu hingað! Það er ótrúlega aggresívt.“ Hún segir andrúmsloftið mun afslappaðra í Los Angeles í Bandaríkjunum, þó þar hafi líka komið upp lítils háttar uppákoma eftir frumsýningu myndarinnar. „Þar eltu okkur nokkrir bílar heim. Það var svolítið krípí.“ Hera ræðir aðalhlutverkið í nýrri stórmynd, lífið í L.A. og áganginn á rauða dreglinum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Uppfært 20:15 Innslaginu í heild sinni hefur verið bætt við hér að ofan. „Ég var svolítið hrædd á frumsýningunni í London, því London getur verið svolítið „aggressív“ með svona, mikið um „paparazza“ og svoleiðis,“ segir Hera Hilmarsdóttir, sem undanfarið hefur ferðast vítt og breitt í kynningarstarfi fyrir stórmyndina Mortal Engines, þar sem hún fer með aðalhlutverk.Sjá nánar: Konur dæmdar eftir útlitinuÞó framleiðslukostnaður myndarinnar hafi numið meira en hundrað milljónum Bandaríkjadala og öll umgjörð verið mun stærri en þekkist hér heima segist Hera hafa litið á hana eins og hvert annað verkefni. Leikarar hafi ekki dvalið í svítum á hjólum eða verið með þjóna, heldur allt verið mjög jarðbundið. Hún hafi þó auðvitað verið meðvituð um þann gríðarlega fjölda sem kæmi til með að sjá myndina, en það spili kannski ekki sérstaklega inn í vinnuna á setti – þar sem hún leggur sig alltaf alla fram, hversu stórt sem verkefnið er.Allir blindir í nýrri þáttaröð Eðli málsins samkvæmt skapast mörg ný tækifæri í kringum slíkt hlutverk, en næst á dagskrá er þáttaröð sem ber heitið See, þar sem Hera leikur m.a. á móti Jason Momoa, sem dyggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna þekkja eflaust vel. Sögusviðið í þáttunum er æði sérstakt, þar sem allt mannkynið er blint. Sjá nánar: Hera Hilmars landar hlutverki í nýrri þáttaröð frá Apple„Það er er geggjað. Ég get ekki sagt of mikið um það, en ég held við höfum aldrei séð neitt eins og þetta,“ segir Hera.„Horfðu hingað!“ Líkt og áður segir lætur hún það ekki stíga sér til höfuðs þó verkefnin séu stór. Sumt taki þó meiri tíma að venjast heldur en annað, þá sérstaklega ágangurinn á rauða dreglinum. Þar segir hún að London sé hvað erfiðust. „Svo stendur maður þarna og það eru allir bara að öskra á þig „Hera, Hera, horfðu hingað, horfðu hingað! Það er ótrúlega aggresívt.“ Hún segir andrúmsloftið mun afslappaðra í Los Angeles í Bandaríkjunum, þó þar hafi líka komið upp lítils háttar uppákoma eftir frumsýningu myndarinnar. „Þar eltu okkur nokkrir bílar heim. Það var svolítið krípí.“ Hera ræðir aðalhlutverkið í nýrri stórmynd, lífið í L.A. og áganginn á rauða dreglinum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira