Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 13:04 Danske bank gæti átt yfir höfði sér svimandi háa sekt frá bandarískum stjórnvöld vegna peningaþvættis í eistnesku útibúi. Vísir/EPA Eistnesk yfirvöld hafa handtekið tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank sem eru grunaðir um að hafa liðkað til fyrir peningaþvætti í gegnum útibú danska bankans þar. Fleiri handtökur í tengslum við þetta stærsta fjárglæpamál Danmerkur eru sagðar í farvatninu. Talið er að um 200 milljarðar evra frá Rússlandi og fyrrum Sovétlýðveldum hafi verið þvættaðar í útibúi Danske bank í Tallinn frá 2007 til 2015. Starfsmennirnir tíu sem voru handteknir voru allir viðskiptastjórar hjá bankanum. Saksóknararnir segja að grunur leiki á að þeir hafi vísvitandi gert viðskiptavinum kleift að færa þvegið fé, að því er segir í frétt Financial Times. Einn þeirra er einnig grunaður um að hafa tekið við mútum og annar um að hafa aðstoðað við mútugreiðslur. Mennirnir, sem eru allir Eistar, eru fyrstu einstaklingarnir sem eru handteknir en danska fjármálaeftirlitið hafði áður ákært Danske bank sjálfan í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir hvort æðstu stjórnendur verði ákærðir þar. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur einnig hafið rannsókn á peningaþvætti Danske bank. Forstjóri og stjórnarformaður Danske bank sögðu af sér vegna hneykslisins fyrr á þessu ári. Bankinn gæti átt yfir höfði sér svimandi háa sekt frá bandarískum yfirvöldum. Danmörk Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. 12. desember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eistnesk yfirvöld hafa handtekið tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank sem eru grunaðir um að hafa liðkað til fyrir peningaþvætti í gegnum útibú danska bankans þar. Fleiri handtökur í tengslum við þetta stærsta fjárglæpamál Danmerkur eru sagðar í farvatninu. Talið er að um 200 milljarðar evra frá Rússlandi og fyrrum Sovétlýðveldum hafi verið þvættaðar í útibúi Danske bank í Tallinn frá 2007 til 2015. Starfsmennirnir tíu sem voru handteknir voru allir viðskiptastjórar hjá bankanum. Saksóknararnir segja að grunur leiki á að þeir hafi vísvitandi gert viðskiptavinum kleift að færa þvegið fé, að því er segir í frétt Financial Times. Einn þeirra er einnig grunaður um að hafa tekið við mútum og annar um að hafa aðstoðað við mútugreiðslur. Mennirnir, sem eru allir Eistar, eru fyrstu einstaklingarnir sem eru handteknir en danska fjármálaeftirlitið hafði áður ákært Danske bank sjálfan í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir hvort æðstu stjórnendur verði ákærðir þar. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur einnig hafið rannsókn á peningaþvætti Danske bank. Forstjóri og stjórnarformaður Danske bank sögðu af sér vegna hneykslisins fyrr á þessu ári. Bankinn gæti átt yfir höfði sér svimandi háa sekt frá bandarískum yfirvöldum.
Danmörk Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. 12. desember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. 12. desember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33
Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00
Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50