Vonbrigði að Samherjamálið hafi verið dregið að ósynju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 10:41 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með bankaráði vegna málsins í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10
Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45