Körfubolti

Jarrett Allen stoppaði troðslu LeBrons og komst í fámennan klúbb

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jarrett Allen ver troðslutilraun LeBrons James.
Jarrett Allen ver troðslutilraun LeBrons James. Vísir/Getty
LeBron James þurfti ekki aðeins að sætta sig við að tap á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt því einn af hápunktum kvöldsins var troðslutilraun sem endaði ekki vel fyrir LeBron.

Jarrett Allen, tvítugur miðherji Brooklyn Nets, tók sig nefnilega til og varði troðslutilraun LeBron James í þessum leik.





Allen er á sínu öðru tímabili í NBA-deildinni en LeBron James hefur spilað þar allar götur síðan að Jarrett Allen var aðeins fimm ára gamall.

Jarrett Allen komst með þessu í mjög fámennan hóp en aðeins níu hefur tekið að verja troðslutilraun frá LeBron James en LeBron var þarna að reyna sína 1850. troðslutilraun á NBA-ferlinum eins og sjá má hér fyrir neðan.





Jarrett Allen varði tvö skot í leiknum og er með 1,5 varið skot að meðaltali á tímabilinu.

Viðbrögð LeBron James þegar hann var spurður út í þetta atvik eftir leik var að segja: „Þetta kemur fyrir“.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×