Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 08:00 Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins búast við 4 prósenta verðbólgu næstu 12 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira