Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2018 08:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. Er af þeim sökum stefnt að því að auka heimild bankans til þess að gefa út slík réttindi á næsta aðalfundi. Starfsmönnum Kviku hefur hingað til staðið til boða að kaupa sams konar áskriftarréttindi í bankanum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í kynningu Kviku banka vegna kaupanna á GAMMA sem fjallað var um á hluthafafundi bankans síðdegis í gær. Í kynningunni kemur jafnframt fram að Kvika hyggist halda eftir hluta kaupverðsins, nánar tiltekið 200 milljóna króna greiðslu árangurstengdra þóknana, til þess að verja sig fyrir mögulegu tjóni vegna sekta, dómsmála eða annarra krafna sem rekja megi til atvika sem eigi sér stað fyrir kaupin. Eins og fram hefur komið er kaupverðið á GAMMA ríflega 2,4 milljarðar króna miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok júní síðastliðins en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrirtækisins þróast á næstu misserum. Fram kemur í kynningu Kviku að ekki liggi fyrir áform um að sameina GAMMA og önnur félög í samstæðu fjárfestingarbankans. Þó sé ljóst að mikil tækifæri séu fólgin í því að samþætta ýmsa hluta starfsemi félagsins við starfsemi Kviku en í því sambandi er meðal annars nefnd sameining á sjóðum sem eru sambærilegir hjá GAMMA og Júpíter, dótturfélagi Kviku, og útvistun á ýmissi stoðþjónustu til Kviku. Gert er ráð fyrir að áhrif kaupanna á GAMMA á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Eins og fram kom í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar í gær hefur stjórn bankans ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok fyrsta fjórðungs næsta árs. Ekki er gert ráð fyrir að hlutafjárútboð verði haldið samhliða skráningunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. Er af þeim sökum stefnt að því að auka heimild bankans til þess að gefa út slík réttindi á næsta aðalfundi. Starfsmönnum Kviku hefur hingað til staðið til boða að kaupa sams konar áskriftarréttindi í bankanum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í kynningu Kviku banka vegna kaupanna á GAMMA sem fjallað var um á hluthafafundi bankans síðdegis í gær. Í kynningunni kemur jafnframt fram að Kvika hyggist halda eftir hluta kaupverðsins, nánar tiltekið 200 milljóna króna greiðslu árangurstengdra þóknana, til þess að verja sig fyrir mögulegu tjóni vegna sekta, dómsmála eða annarra krafna sem rekja megi til atvika sem eigi sér stað fyrir kaupin. Eins og fram hefur komið er kaupverðið á GAMMA ríflega 2,4 milljarðar króna miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok júní síðastliðins en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrirtækisins þróast á næstu misserum. Fram kemur í kynningu Kviku að ekki liggi fyrir áform um að sameina GAMMA og önnur félög í samstæðu fjárfestingarbankans. Þó sé ljóst að mikil tækifæri séu fólgin í því að samþætta ýmsa hluta starfsemi félagsins við starfsemi Kviku en í því sambandi er meðal annars nefnd sameining á sjóðum sem eru sambærilegir hjá GAMMA og Júpíter, dótturfélagi Kviku, og útvistun á ýmissi stoðþjónustu til Kviku. Gert er ráð fyrir að áhrif kaupanna á GAMMA á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Eins og fram kom í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar í gær hefur stjórn bankans ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok fyrsta fjórðungs næsta árs. Ekki er gert ráð fyrir að hlutafjárútboð verði haldið samhliða skráningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira