SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. desember 2018 09:00 Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. vísir/getty Eldflaugafyrirtækið Space Exploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum. Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. Núverandi hluthafar og skoska eignastýringin Baillie Gifford & Co, sem er einn stærsti hluthafi rafmagnsbílaframleiðandans Tesla sem Musk fer einnig fyrir, leggja til hlutaféð. Frá stofnun hefur SpaceX safnað 2,5 milljörðum dollara í hlutafé. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. Hugmyndin er að þjónustan verði veitt fyrir tilstilli fjögur þúsund gervihnatta. Mögulega gætu þeir orðið yfir ellefu þúsund. Til samanburðar telur stærsta net gervitungla fyrir fjarskipti 65 gervihnetti. Í frétt The Wall Street Journal er vakin athygli á að SpaceX hafi gengið illa að standa við áætlanir. Snemma á árinu 2016 var reiknað með að 44 eldflaugum yrði skotið á loft í ár en stefnt er á að í dag, miðvikudag, verði 21. eldflauginni á þessu ári skotið upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Eldflaugafyrirtækið Space Exploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum. Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. Núverandi hluthafar og skoska eignastýringin Baillie Gifford & Co, sem er einn stærsti hluthafi rafmagnsbílaframleiðandans Tesla sem Musk fer einnig fyrir, leggja til hlutaféð. Frá stofnun hefur SpaceX safnað 2,5 milljörðum dollara í hlutafé. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. Hugmyndin er að þjónustan verði veitt fyrir tilstilli fjögur þúsund gervihnatta. Mögulega gætu þeir orðið yfir ellefu þúsund. Til samanburðar telur stærsta net gervitungla fyrir fjarskipti 65 gervihnetti. Í frétt The Wall Street Journal er vakin athygli á að SpaceX hafi gengið illa að standa við áætlanir. Snemma á árinu 2016 var reiknað með að 44 eldflaugum yrði skotið á loft í ár en stefnt er á að í dag, miðvikudag, verði 21. eldflauginni á þessu ári skotið upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira