Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 10:48 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. Vísir/AP Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40