Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins.
Tillagan kemur í kjölfar þess að forsætisráðherrann seinkaði atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið, þar sem hún viðurkenndi að samningurinn yrði líklegast ekki samþykktur af þinginu. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram í síðustu viku, en nú er stefnt að því að hún fari fram um miðjan janúar.
Corbyn sagði óásættanlegt að May ætlaði sér að draga atkvæðagreiðslu í þinginu og að forsætisráðherrann hafi „leitt bresku þjóðina í þjóðarkrísu.“
Þá hvatti Corbyn þingmenn til þess að styðja tillöguna sem lýsir því yfir að þeir „beri ekki traust til forsætisráðherrans þar sem henni mistókst að gefa þinginu tækifæri á að kjósa um leið og færi gafst.“
Ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðslan um vantraustið á hendur May fer fram.
Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May

Tengdar fréttir

Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings
Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings.

Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu
May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina
May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun.